Oft er sagt að hundurinn sé besti vinur mannsins. Við fullvissum ykkur um að svo er rétt, sérstaklega þegar þú hefur séð þetta dásamlega myndband sem sýnir umhyggju Nölu, lítils púðluhunds sem elskar hreinlega fólkið sitt. Fólkið kallar hana „himnasendingu“ og þau elska hana heitt….og hún greinilega elskar þau líka.
Ævintýrið byrjaði þegar eigandi Nölu, Doug Dawson, fór með hana í vinnuna þegar hún var bara hvolpur. Hvernig svona lítið dýr getur verið svona tilfinningaríkt og skynjað hvernig fólki líður er ótrúlegt.
Nala hefur ekki fengið neina þjálfun í að vera stuðningshundur af neinu tagi en eðlislægt skynjar hún að hún sé að gera meira með ást sinni og nærveru en nokkur lyf. Nala hefur lært að rata um umhverfi sitt á hjúkrunarheimilinu og hverjir þarfnast hennar mest. Hún meira að segja fer sjálf í lyftuna! Þú verður að sjá til að trúa: