Það eru margar fæðutegundir sem þú getur borðað daglega til að brenna hitaeiningum og léttast. Góðu fréttirnar eru þær að margar af þessum fæðutegundum eru rosalega bragðgóðar og veita þér ýmiskonar heilsusamlega ávinninga. Prófaðu að bæta þessum fæðutegundum við daglegt mataræði þitt og mundu að hreyfa þig reglulega. Þannig brennir þú fullt af hitaeiningum og bætir heilsuna.
1. Grapeávöxtur
Hraðar á efnaskiptunum og hjálpar þér að brenna fullt af hitaeiningum. Grape lætur þig verða sadda fyrr og lengur. Grape er einnig trefjaríkt og hjálpar þér að halda jafnvægi á blóðsykrinum. Ef þú getur ekki borðað grape ávöxtinn einan og sér þá getur þú sett hann í ávaxtasalat, smoothie eða í djús.
2. Sellerý
Leyndarmálið á bakvið sellerý er mjög einfalt. Það inniheldur færri hitaeiningar en þú brennir við að borða það. Sellerý inniheldur aðallega vatn og er hluti af góðu mataræði. Þú getur þó ekki borðað eingöngu sellerý því það inniheldur nær engin næringarefni né steinefni. Því er gott að setja það í drykki og eða í salat.
3. Heilkorn
Minnkar líkur á ýmsum sjúkdómum og styrkir ristilinn. Heilkorn eru nauðsynlegur hluti af mataræðinu því maður er lengur að melta þau og þú verður síður svöng. Heilkorn eru ríkari af ýmsum vítamínum, steinefnum og kolvetnum en fitulítil.
4. Grænt te
Ef þú ert ekki búin að fatta hvað grænt te er mikið búst fyrir efnaskiptin þá erum við að segja þér það núna! Þessi framandi asíski drykkur er orðinn hluti af daglegu lífi okkar og við gleymum stundum hvað það gerir frábæra hluti fyrir heilsu okkar. Ríkt af andoxunarefnum, hraðar á efnaskiptum og hjálpar þér að missa aukakílóin. Njóttu þess að drekka það heitt í vetur.
5. Omega 3
Það er vísindalega sannað að omega-3 fitusýrur virka sem efnaskipta stjórnun. Omega-3 er fitusýra sem hefður áhrif á gildi leptín sem stjórnar því hve hratt fita er brennd. Þar sem líkami okkar framleiðir ekki omega-3 þá getum við einungis fengið það úr fæðunni með því að borða fisk (túnfísk, síld og villtan lax) eða með sérstökum omega-3 bætiefnum.
6. Kaffi
Ég á erfitt með að ímynda mér lífið án fyrsta kaffibollans á morgnana til að hefja daginn. Við vitum að það er vegna koffínsins sem við fáum orku og þegar koffínið fer í gegnum líkamann þá verður hjartslátturinn hraðari, blóðið tekur upp meira súrefni og við brennum fleirum hitaeiningum. Því miður eru áhrifin oft skemmd með því að setja hitaeiningaríka mjólk og sykur í bollann. Prófaðu að setja kókosolíu í staðinn.
7. Avókadó
Er þrefaldur fitubrennari. Það inniheldur einómettaða fitu sem hraðar á efnaskiptunum og verndar orkumyndandi hluta frumunar frá skaða af völdum frírra stakeinda. Avókadó hefur margvísleg góð áhrif á heilsuna. Það lækkar kólesteról, hjálpar sárum að gróa, minnkar líkur á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli og er gott fyrir augun og hárið. Þú getur borðað hálft avókadó með tómötum og sjávarsalti sem hluti af hollum morgunmat, bætt avókadó í salatið, smurt því ofan á gróft brauð eða sett það í smoothie.
8. Sterkur matur
Allur sterkur og kryddaður matur hjálpar þér að brenna hitaeiningum hraðar. Kryddin eru ekki hitaeiningarík og er frábær viðbót við máltíðina. Prófaðu að bæta t.d. Cayenne pipar, ferskum chili eða sterkri sósu í fæðuna og sjáðu hvað það gerir fyrir þig.
9. Chia fræ
Þau eru rík af próteini, trefjum og omega-3 og hjálpa þér að hraða á efnaskiptunum, minnka matarlyst og kveikja á Glucagon sem er fitubrennslu hormón. Settu Chia fræ í bleyti í u.þ.b. 15 mínútur svo þau stækki tífalt. Chia fræ láta þig vera sadda/n lengur og koma í veg fyrir ofát. Þú getur sett þau út í smoothie, út á salat, jógúrt, hafragraut eða borðað þau með berjum.
10. Brasilískar hnetur
Hneturnar hjálpa þér að hraða á efnaskiptunum með því að breyta skjaldkirtilshormóni í virka skjaldkirtilshormónið T3. Brasilískar hnetur styrkja ónæmiskerfið og virka á appelsínuhúð. Drekktu brasilíska hnetumjólk með kardimommu og vanillu, borðaðu þær á milli mála eða settu þær út á salatið.