Leikhópurinn RaTaTam hlaut um helgina 4 milljóna króna styrk frá Nordisk Kutlurfond fyrir leikverkið SUSS!!! Leikverkið SUSS!!! fjallar um ofbeldi innan veggja heimilisins og verður sýnt á leikárinu 2016/17.
RaTaTam hefur unnið að sýningunni í rúmt ár og tekið viðtöl við fjöldann allan af fólki sem hefur deilt með hópnum raunasögum sínum.

Fyrirhuguð er leikferð um Norðurlöndin vorið 2017, þar sem verkið verður sýnt í Theater Far 302 í Danmörk, Theaterfestivalen í Fjaler í Noregi og Norræna húsinu í Færeyjum.