Jú, hún er svalasta 87 ára kona sem þú átt nokkurn tíma eftir að sjá: Baddie skaust upp á stjörnuhimininn á netinu og er fyrir löngu orðin þekkt fyrir sinn dásamlega persónuleika og fyrir að vera “most badass grandma in the world.” (engin góð leið til að þýða það á íslensku!)
Hún er fædd Helen Ruth Van Winkle í Kentucky í Bandaríkjunum árið 1928. Baddie er ófeimin við að klæða sig í hvaðeina sem henni dettur í hug – oftast í litríkum og skemmtilegum fötum. Einnig er hún hlynnt lögleiðingu kannabisefna í lækningaskyni. Hún er ófeimin við að segja brandara sem gætu talist frekar yfir strikið en henni er fyrirgefið það þar sem hún hefur þvílíka útgeislun.
Baddie hefur milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlunum enda mikil skemmtun að fylgjast með henni!
Baddie fann fyrst frægðina þegar hún fékk barnabarnabarnið sitt til að setja af henni mynd á Twitter þar sem Baddie var í fötum af henni. Frá því að poppdrottningin Rihanna fór að fylgja henni fylgdi allur heimurinn í kjölfarið.
Aldur er bara tala, ekki satt?



