„Mann setti hljóðan við þennan gjörning okkar í dag. 400 tuskudýr vísa í 400 börn af holdi og blóði sem komust ekki yfir hafið í leit að öryggi. Þessi fjögur hundruð litlu ljós sem slokknað hafa á þennan hátt síðan í september eru hluti af svo ógnarstórum harmi. Það er komið nóg af hörmungum í Sýrlandi #segjumstopp . Við getum öll lagt okkar af mörkum – aðstoð okkar gerir gagn. Höldum í vonina, missum ekki kraftinn. Við getum bjargað mannslífum og gefið börnum tækifæri á góðri framtíð!“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
#segjumSTOPP – gjörningur við SólfariðÞað var sorglegt að sjá 400 bangsa horfa til hafs í dag. Hver þeirra táknaði eitt barn sem hefur drukknað síðan Aylan litli Kurdi fannst látinn á baðströnd í Tyrklandi og ljósmyndin af honum fór um allt. Það eru 2 börn á dag. #segjumSTOPP
Posted by UNICEF á Íslandi on Tuesday, March 15, 2016