KVENNABLAÐIÐ

Ellefu ára drengur mælist með hærri greindarvísitölu en Einstein

Vill samt bara spila fótbolta: Kian Hamer er einungis ellefu ára en er með greindarvísitöluna 162, sem er tveimur stigum meira en Albert Einstein og Stephen Hawkins. Mensa (mensa.org) hefur gefið út tilkynningu þess efnis að hann sé í þessu 1% – hann sumsé er greindari en 99% alls mannkyns!

Kian segir að hann sé vissulega ánægður með útkomuna en vilji ekkert frekar en að verða atvinnumaður í fótbolta.

Kian sem býr í Coventry, Bretlandi, tók greindarvísitöluprófið undir umsjón kennara og sérfræðinga í sjöunda bekk í síðasta mánuði. Hann hefur spilað fótbolta með liðinu Coventry City og segir svo: “Ég er mjög stoltur að fá útkomuna úr prófinu og það er mjög spennandi að vera meðlimur MENSA. Ég vinn hart að þeim markmiðum sem ég vil ná og elska áskoranir.

Stoltur pabbi Kians er slökkviliðsmaðurinn Rich Hamer (43 ára): “Sonur minn er klár en ég kalla hann ekki snilling. Ég vil halda honum á jörðinni. Sumir hafa grínast með að hann sé of klár til að vera í fótbolta. Ég veit ekki hvort Kian hafi gert sér almennilega grein fyrir hversu hátt hann skoraði í þessu prófi. Hann er metnaðargjarn en mjög jarðbundinn. Ég og mamma hans erum mjög stolt af honum.”

Staðfesting frá Mensa
Staðfesting frá Mensa

Meðalskor fullorðinna á IQ greindarvísitöluskalanum er 100. Yfir 140 telst vera snilligáfa. Mensa hefur 110 þúsund meðlimi um allan heim. 8% eru undir 16 ára aldri og og aðeins 35% eru konur. Prófið er 150 spurningar og hæstu stig sem hægt er að fá eru 161 fyrir fullorðna og 162 fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri.

Heimild: DailyMail.co.UK

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!