Um 2,6 hundar týnast á Íslandi á degi hverjum: Týndi Týri sem vinnur að forriti fyrir týnda hunda hefur tekið saman auglýsingar á samfélagsmiðlunum frá 6. nóvember 2015. Þetta er ekki tæmandi listi, en hann er samt sem áður óþægilega langur. Hundarnir týnast langflestir um helgar, á kvöldin eða seinni partinn. Það er hinsvegar erfiðara að halda utan um auglýsingar um týnda hunda á kvöldin þar sem það er yfirleitt ekki tímasetning sem fylgir með auglýsingunni. Því sýnum við aðeins fram á fjöldann á hverjum degi fyrir sig en ekki tíma dags sem hundarnir týnast.
Um 2,6 hundar týnast á dag en meðaltalið um helgar nær upp í 3,1. Það sést að um 19 hundar voru auglýstir dagana 9. – 10. janúar. Þá var slæmt veður og Jökull sem fjallað var um á Hundasamfélaginu fannst 10.janúar en hann er ekki með í þeim tölum þar sem hann var búinn að vera týndur í fjóra daga.
Það er greinilegt að fjöldi týndra hunda er mikill. Því viljum við minna fólk á að merkja hundana sína vel. Það getur skipt miklu máli fyrir lengd tímans sem hundurinn er týndur.