Þekkirðu einhvern sem getur ekki hætt að segja brandara? Auðvitað grínumst við þegar við erum í góðu skapi. Misoft að sjálfsögðu. En hvenær er það orðið of mikið, jafnvel eitthvað sem fólk ræður ekki við?
Örfáir þróa með sér heilkenni sem kallast Witzelsucht sem hefur í för með sér að “þurfa” að segja brandara allan sólarhringinn. En hvers vegna gerist það? David Robson hefur fjallað um heilkennið á BBC.
Segir hann hér sögu af “Derek” (ekki rétt nafn hans) og konu hans:
Flestir hefðu gefist upp miklu fyrr, en kona Dereks beið lengi þar til hún loksins pantaði tíma hjá lækni. Næstum á hverri nóttu vakti eiginmaður hennar hana til að segja henni fyndinn brandara sem honum hafði dottið í hug og gat ekki beðið. Þegar hún hafði verið svefnvana í langan tíma bað hún hann að skrifa brandarana niður svo hún gæti lesið þá þegar hún vaknaði.
Mjög fljótlega hafði Derek skrifað um 50 blaðsíður af bröndurum sem voru kannski ekki fyndnastir í bókinni. Til dæmis: Ég fór til að endurnýja ökuskírteinið mitt. Þeir settu mig í augnpróf og sögðu ABCDEFG, HIJKMNLOP, QRS, TUV, WXY og Z; og þá sagði ég – “Nú kann ég stafrófið, má ég þá fá ökuskírteinið mitt?”
Og:
Hvernig læknarðu hungur? Haltu þig frá hlaðborðinu.
Þegar Derek hafði fleygt fram enn einum brandaranum sprakk hann úr hlátri. Hann sagði líka dónalega brandara sem eru ekki hæfir á prenti. Eins og þú getur ímyndað þér þá hafði konan hans þolað þetta í fimm ár og hún var gersamlega að ganga af göflunum.
Derek fór líka að hegða sér einkennilega, stundum stal hann til dæmis sælgæti úr búðum. Kona hans fékk tíma hjá taugasérfræðingnum Mario Mendez í háskólanum í Californíu, Los Angeles. Mendez segir að þessi heimsókn hafi verið þeim afar efið. Þau hafi næstum ekki getað talað saman þar sem Derek sagði stöðugt brandara og truflaði eðlilegar samræður.
Mendez greindi hann með heilkenni sem kallast Witzelsucht sem virðist hafa þróast með honum vegna tveggja heilaæxla sem hann hafði fengið með fimm ára millibili. Fjölskyldu Dereks var létt, að sjálfsögðu en það er áhugavert að skoða hvað gerist í heilanum sem framkallar hlátur, að hafa kímnigáfu.
Eitt af fyrstu skráðu tilfellunum um stanslausa áráttu til að grínast gerðist í Þýskalandi árið 1929. Læknirinn Otfrid Foerster var að fjarlægja heilaæxli úr höfði manns og var sjúklingurinn enn með meðvitund (sem var algengt á þeim tíma.) Þegar hann fór nálægt æxlinu byrjaði sjúklingurinn að æpa og öskra brandara, stöðugt. Hann endurtók þessar línur og var afar ofsafenginn.
Síðan þetta gerðist hafa mörg tilfelli verið skrásett. Svo furðulegt sem það er, virtist Derek ekki hafa húmor fyrir annara manna bröndurum. Það eina sem vakti hjá honum hlátur voru hans eigin brandarar. Öll einkennin eiga við mynstur í fremri heilaberki sem sýna að hann hefur orðið fyrir skemmdum.
Derek hafði fengið heilablóðfall fyrir 10 árum sem orsakaði skemmd í fremri heilaberki. Persónuleiki hans breyttist og hann fór að þróa með sér áráttur – hann leitaði stöðugt í ruslatunnum að hlutum sem gætu verið endurnýttir en á þessum tímapunkti örlaði einnig á “grín-áráttunni” sem kona hans kannaðist við.