Ein vinsælasta fyrirsæta heims, Cara Delevingne, er hætt störfum. Cara er fædd í London og hefur verið eftirsótt frá 16 ára aldri. Andlit hennar, svo ekki sé minnst á augnabrúnirnar, hafa oftsinnis verið á forsíðum tímarita og á tískusýningum. Hún hefur löngum barist gegn hinum “fullkomnu” myndum á Instagram og hefur alltaf viljað koma til dyranna eins og hún er klædd.
Cara hefur sýnt fyrir öll helstu merkin í tískuheiminum: Burberry, Chanel, Yves Saint Lauren og Mango til að nefna fáein. Henni hefur oft verið líkt við Kate Moss, sem er fyrir löngu orðin ein helsta fyrirsæta fyrr og síðar.
Hefur Cara einnig leikið í nokkrum myndum s.s. The Face of an Angel, Paper Towns og Suicide Squad.
Það hefur þó alltaf farið fyrir brjóstið á henni hvernig ljósmyndarar götunnar (paparazzi) hafa reynt að ná myndum af henni. Hún lýsir því sem hún hafi verið “dýr í dýragarði,” og þegar þeir reyndu að ná mynd upp undir pilsið hennar tók hún á móti þeim (ásamt kærustunni Annie St Vincent) á heimili hennar með vatnsbyssur að vopni.
Cara er nú 23 ára og hefur lýst því yfir að hún hafi ekki lengur áhuga á bransanum: Ástæðan er sú að hún hefur alltaf þurf á samþykki annarra að halda til að líða vel með sig sjálfa.
“Allt viðmið hafði breyst….og ég hafði breyst. Mig langar að endurheimta líf mitt og framtíðaráætlanir. Ég vil ekki gera lítið úr velgengni minni eða tískuheiminum. Þetta gerðist ekki á einni nóttu en ég vil halda reisn. Að vinna svona mikið og fá samþykki annarra er ekki það mikilvægasta. Jú, auðvitað er mikilvægt að hafa eitthvað að stefna að, en ekki það mikilvægasta í lífinu. Ég er stolt af því sem ég hef afrekað en ég var ekki raunverulega hamingjusöm.”