KVENNABLAÐIÐ

Langar að verða karlkyns útgáfan af Kim Kardashian: Myndir

Jordan James Parke hefur aðeins eitt markmið í lífinu: Að verða eins og Kim, bara karlkyns. Hefur hann nú þegar eytt um 20 milljónum króna í aðgerðir til að líkjast goðinu sínu.

 

Jordan hefur breyst heilmikið frá því hann var lítill (Myndir: Instagram/Mirror)
Jordan hefur breyst heilmikið frá því hann var lítill
(Myndir: Instagram/Mirror)

 

 

kk88

 

Jordan er 24 ára og hefur undirgengist óteljandi aðgerðir, s.s. tvær nefaðgerðir, botox, 50 varalyftingaraðgerðir, háreyðingu með layser og margar fleiri. Hann hefur breyst eins og sjá má á myndunum sem fylgja.

 

Svona var Jordan fyrir aðgerðirnar
Svona var Jordan fyrir aðgerðirnar

kk3

Hann vill ekki eingöngu líkjast henni í útliti heldur hefur tekið svipaðar myndir af sér og hún hefur birt.

Nú er Jordan að jafna sig eftir röð aðgerða og leyfir aðdáendum sínum á Instagram að fylgjast með.

kk4

 

Jordan er breskur en flaug til Póllands til að gangast undir hnífinn þar sem það er ódýrara að hans sögn. Hann fékk sér aðra nefaðgerðina því honum fannst nef sitt enn of stórt og endaði á því að prenta út mynd af nefinu á Kim til að sýna lýtalækninum í Póllandi. Einnig lét hann breyta kjálkanum með aðgerð – hann vildi þó frekar hafa kjálka eins og Kylie Jenner: “Því ég elska kjálkalínuna hennar, hún er líka með svo skarpa höku.”

 

Í fitusogi
Í fitusogi

 

Næst ætlar Jordan í “Brazilian butt lift” en sú aðgerð hefur það að markmiði að lyfta rassinum.

 

Myndin af Kim
Myndin af Kim
"Sama" mynd af Jordan
„Sama“ mynd af Jordan

kk5r

Þó vinir hans styðji hann flestir er móðir hans ósátt og amma hans einnig: “Þær hafa áhyggjur af því að ég sé að gera of mikið. “Ekki fara yfirum,” segja þær.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!