KVENNABLAÐIÐ

Lífið kveður að sinni…eftir tvö leikár

Barnaleikritið Lífið – drullumall,  kveður núna næstu helgi eftir að hafa verið í sýningum í nær tvö leikár. Sólveig Guðmundsdóttir, Hannes Óli Ágústson og Sveinn Ólafur Gunnarsson sem bera þungann af sýningunni leika líka í Þjóðleikhúsinu á kvöldin í Illsku sem Óskabörn ógæfunnar voru að frumsýna í Borgarleikhúsinu nú nýlega og hefur hlotið mikið lof og mikið umtal.   Þetta eru afar ólíkar sýningar, fyrir ólíka áhorfendur.

 

lifid fors og

 

 

Allra síðasta sýning á Lífinu verður:        Sun. 13. Mars kl. 13.00  eftir tveggja ára sýningatímabil.

 

·      Lífið var frumsýnt í 18. Október 2014 í Tjarnarbíó og hlaut tvenn Grímuverðlaun árið 2015 sem Besta Barnasýningin og Sproti Ársins

 

·      Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna. Leiksýningin LÍFIÐ fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins.

 

·      Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýningunaSkrímslið litla systir mín og hlaut Grímu-verðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.

 

·      Lífið   er sýning fyrir börn á aldrinum 4 til 12 ára  og fjölskyldur þeirra. við einróma lof áhorfenda og gagnrýnenda. Miðasla á midi.is

lifid3

 

 

LISTRÆNIR STJÓRNENDUR:

Það eru Charlotte Böving sem leikstýrir, Helga Arnalds hannar myndræna hlið verksins og leikarar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Höfundar eru: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir, Charlotte Böving og Helga Arnalds.

 

NÁNAR UM VERKIÐ:

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna.

 

Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.

 

Leiksýningin LÍFIÐ fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Sýningin er unnin á sama hátt og Skrímslið litla systir mín – með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni.  Leikhópurinn vann spunavinnu í um þrjá mánuði og útkoman er stórskemmtileg, marglaga og óvenjuleg leikhúsupplifun sem getur heillað bæði börn og fullorðna.

 

Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.

 

Umsagnir um Lífið:

 

„Lífið er uppgötvun, tilraunir og mistök þar sem fátt er um endanleg svör. Leikhúsið 10 fingur og sýningin Lífið nær að fanga þessar hugmyndir á fallegan og frumlegan hátt þar sem áhorfendur geta speglað sjálfa sig í tilburðum veranna tveggja. Þrátt fyrir að sýningin sé stíluð inn á yngstu kynslóðina þá eiga hin eldri fullt erindi á sýninguna. Niðurstaða: Frumleg, skemmtileg og myndræn sýning fyrir fólk á öllum aldri.“       S.J. Fréttablaðið.

 

 Það er allt fallegt við þessa sýningu.  Allar stjörnurnar í húsinu!  

G.S.E. Djöflaeyjan

 

„Fjórar stjörnur. Lífið er yndisleg sýning.“          S.B.H , Morgunblaðinu

 

 

Life – a Mudpie from Helga Arnalds on Vimeo.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!