Þórunn vekur alþjóðlega athygli: Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna ferðaðist ljósmyndarinn Mihaela Noroc til sex landa að taka viðtal við sjö konur sem henni fannst hafa lagt mikið af mörkum fyrir konur í sínu landi.
Fjallar Mihaela um Þórunni Antoníu Magnúsdóttur sem stofnaði Facebookhópinn Góða systir eins og flestir vita. Telur Mihaela það aðdáunarvert verkefni að hafa um 50 þúsund meðlimi í hópnum miðað við stærð landsins.
Þórunn glímdi við fæðingarþunglyndi í kjölfar fæðingar dóttur sinnar og fjallaði um það opinberlega. Hún hugsaði síðan um hvað hún gæti gert til að gefa dóttur sinni betri framtíð með „systrum“ sínum og hvað væri hægt að gera til að þjappa konum betur saman. Eins og kunnugt er gera konur í hópnum einmitt það: Styðja hvor aðra og segja fallegar sögur og enginn tími er fyrir baktal eða leiðindi. Þórunn telur að konur geti gert svo mikið með að standa saman og hefur það nú vakið heimsathygli.
Til hamingju Þórunn!