Að eldast með reisn er nú í tísku samkvæmt tískugoðinu Jean Paul Gaultier en fyrirsætur af ýmsum toga sýndu haustlínu hans. Tískuvikan í París er nú í fullum gangi og sýndi Gaultier enn og aftur að hann er til í að brjóta viðmið í einum stífasta bransa í heimi.

