Panda er tveggja ára kisa sem leit strax á það sem hlutverk sitt að passa ófætt barn eiganda síns Liel: „Þegar ég varð ólétt fór Panda að elta mig út um allt og leggjast á magann á mér. Það var eins og hún væri að vernda barnið.“

Um leið og Sean litli fæddist hélt Panda uppteknum hætti – hún hélt áfram að elska og vernda hann og vekur Liel þegar Sean grætur á nóttunni.
Hversu sætt er þetta?