Betri byrjun fyrir börnin: Barnamaturinn er matreiddur úr úrvals hráefnum þar sem næringarkröfur barnsins eru í forgangi og ekkert sparað í gæðum.
Varan hefur ekki verið flutt heimshorna á milli í lokuðum gámum heldur kemur beint úr íslensku eldhúsi á diskinn hjá börnunum. Meistarakokkurinn Hrefna Sætran og frumkvöðullinn Rakel Garðarsdóttir sáu lítið af íslenskum matvælum ætluðum börnum og hófu því þróun á næringarríkum mat sem börnunum þeirra þótti góður.
Uglan Vaka er auðkenni Vakandi og býður fram fjórar tegundir af barnamat en þær eru: MAUKAÐAR GULRÆTUR og BLÓMKÁL OG RÓFUR fyrir fjögurra mánaða börnin. ÍSLENSKUR POTTRÉTTUR og GRÆNMETI OG PERLUBYGG eru svo fyrir börn sem eru níu mánaða og eldri.
Nú gefst þér tækifæri á gjafakörfu frá þeim! Við gefum fjórar körfur, svo kvittaðu og þú gætir dottið í lukkupottinn!