Þingmaðurinn og fyrrum ráðherrann Össur Skarphéðinsson hitti leikarann góðkunna Richard Gere í bresku lávarðadeildinni í dag. Sagði hann leikarann hafa mikinn hug á að heimsækja land og þjóð og hefðu þeir rætt um sameiginleg hugðarefni.
Gere er hér á ferð að kynna málefni Gere Foundation. Össur var með honum á fundi og sameiginlegur vinur þeirra beggja, Fabian Hamilton í skuggaráðuneyti Jeremy Corbyn (fyrrverandi formaður Íslandsvinafélagsins) í breska þinginu leiddi þá saman í mjög skemmtilegt spjall, að sögn Össurar.
Össur segir Gere vilja heimsækja Ísland – að hann væri staðráðinn að koma hingað og sjá miðnætursól og daga án nætur. Smekkmaður!
Myndarlegir menn, ekki satt?