Þegar Wesley var sex mánaða gat hann ekki borðað lengur því hann var með svo skakkar tennur. Wesley er í eigu Molly Moore og starfar hún á dýralæknastofu föður síns, Jim Moore.
“Ein fullorðinstönnin var að koma upp og við tókum eftir að þær voru að koma rangt upp og hann gat ekki lokað munninum til fulls. Hann var hættur að leika sér og var að grennast hratt,” segir Molly. “Ég hafði af þessu stöðugar áhyggjur og við vildum að hann ætti sársaukalausa æsku”
Pabbi hennar var (sem betur fer) sérhæfður í dýratannlækningum og játar að spangir fyrir tennur hunda séu mjög óvenjulegar, en hvað vill fólk ekki gera fyrir gæludýrin sín?
Þetta getur þó hjálpað dýrum sem eiga í tannvandræðum: “Við gerum þetta aldrei í fegrunarskyni þó. Bara ef vandinn er alvarlegur og sársauki fylgir eða vandræði við að borða.” Framkvæmir hann kannski fjórar aðgerðir á ári.
“Fullt af fólki skilur ekki af hverju við gerðum þetta…þau halda að þetta sé svo honum sé ekki strítt! En þetta var raunverulegur vandi,” segir Molly.
Wesley var svæfður meðan spöngunum var komið fyrir.
…og hér er Wesley með sitt fallega bros!
Hann þarf ekki að hafa þær lengur en í nokkrar vikur og vonandi leysir það vanda hans.
Myndunum póstuðu þau á Facebooksíðu dýralæknastofunnar og hafa þær farið á flug á netinu – enda um yndislega sætan hund með spangir!