Þú þekkir mörg svona pör: Þau auglýsa ást sína á öllum tímum sólarhringsins og vilja að alheimurinn sjái hversu ástfangin þau eru. En er það raunveruleikinn? Ný rannsókn sýnir einmitt hið þveröfuga. Þeir sem reyna hvað mest að hampa sínu sambandi eru í raun óöruggir með sambandið.
Rannsóknarniðurstöðurnar sem birtust í tímaritinuPersonality and Social Psychology Bulletin skoðar hvernig sambönd eru í raun og veru og hvernig fólk sýnir öðru fólki hvernig sambandið er á Facebook….þetta tvennt fer ekki endilega saman.
Aðilar í rómantísku sambandi sem eru innhverfir munu sennilega ekki auglýsa sambandið sitt á samfélagsmiðlum. En þeir sem eru haldnir kvíða af einhverju tagi munu auglýsa sambandið sitt og vilja að allir viti að þeir séu jú – í sambandi. Stutt lýsing á rannsóknarniðurstöðunum segir:
Fólk sem var í sambandi og var óöruggt um gagnkvæma hrifningu átti til að láta alla vita af því að þeir væru í sambandi, s.s. með færslum/myndum á Facebook. Þessi rannsókn sýnir glögglega hlutverk sambanda í sjálfsmynd fólks, hvernig annað fólk sér það.
Þannig við skulum bara skoða fólkið okkar í rólegheitum á Facebook, ekki satt?