Þið hafið séð hvort annað nakið oftar en þið hafið tölu á, hafið prófað flest allt í rúminu a.m.k. einu sinni og eigið eftir að vera saman næstu áratugina. Og hvað nú? Ástríða? Þrá? Hmmm, hver veit? Akkurat núna hljómar kvöldstund yfir þætti af Friends eins spennandi og kynlíf og mun minna krefjandi.
Í raun og veru er spurningin þessi; geta pör haldið ástríðu, spennu og löngun í sambandinu þegar þau eru búin að vera saman í mörg ár? Já, er svarið, ef þau vita hvað þarf til!
Könnun sem gerð var í Ameríku og tók til 5000 gifta karla og 5000 giftar konur á aldrinu 25-45 ára. Kannað var samlíf þeirra og verður að viðurkennast að ýmislegt sem kemur á óvart. Niðurstöðurnar sýndu að um helmingur þráði maka sinn jafn mikið og í upphafi sambands og um 1/5 sagði ástríðurnar hafa aukist með árunum.
Meiri tími saman þarf ekki að þýða minni ástríða í sambandi. En þú þarft að vinna fyrir þessu eins og öllu öðru. Viltu vita hvernig þú ferð að því að þrá hann að eilífu? Hvernig þú átt að fullnægja honum? Hvernig þú hefur hann útaf fyrir þig? Lestu áfram.
#1 Áhugi
Hvenær hafðir þú frumkvæðið af kynlífi síðast? Þetta skiptir hann gríðarlega miklu máli. Strákar vilja ekki alltaf þurfa eiga frumkvæðið og „biðja“ um kynlíf. Það að hafa frumkvæði sýnir honum að þig langar í hann. Ef það er alltaf hann sem byrjar þá fer hann á endanum að hugsa. Af hverju hefur hún aldrei frumkvæðið? Langar hana ekkert í mig? Vertu hvatvís, notaðu tækifærið þegar þið eru óvart ein heima í smá stund. Stökktu á hann og æstu hann upp. Við lofum að hann fílar þetta og fær hann til að langa enn meira í þig.
#2 Fjölbreytni
Vandamálið við okkur mannfólkið er að við erum svo vanaföst. Þegar við finnum eitthvað sem okkur líkar þá gerum við eins aftur og aftur. Ef við erum þannig í rúminu þá er voðinn vís. Ef forleikurinn er alltaf eins og svo er farið í sömu gömlu stellinguna þá á endanum fá allir leið. Mikilvægt að komast út úr rútínunni og breyta til. Breyta til hvenær dagsins, hvar, breyta forleiknum, stellingu. Koma með dót og nýjungar. Breytingar! Mjög algengt var að heyra karlmenn í könnuninni segja; „Ég vildi að konan mín lærði nýjar aðferðir eða briddaði upp á nýjungum í svefnherberginu“. Markmiðið ætti að vera að engin vika væri eins og sú fyrri.
#3 Ævintýri
Þú þarft að gera eitthvað spennandi og æsandi öðru hvoru!
Munnmök þegar hann á ekki von á því í sunnudagsbíltúrnum, gera það bakvið stein í göngutúrnum, káf og kelerí í lyftunni, eitthvað.
Mjög margir sem tala um það að það er einmitt þetta sem gerir svo mikið fyrir sambandið og því að viðhalda löngun og losta. Það verður að vera gaman.
Fantasíur geta líka gert mikið fyrir kynlífið. Prófaðu að hvísla að honum hvað þig langar að prófa með honum. Langar þig að gera það á opinberum stöðum, úti í náttúrunni, fá einhvern með ykkur í rúmið, horfa á annað par elskast, fara í búning og leik eða hvað það er sem þig langar til. Segðu honum frá því og leikar æsast. Það má líka horfa saman á bláar myndir, prófa tæki, binda hann, leika við áður ónumin svæði. Leyfðu ímyndunaraflinu að ráða för stundum.
#4 Gjafmildi
Hér erum við að tala um að gefa og þiggja munnmök. Þetta er ávallt pínu vandmeðfarið í samböndum. Sumir vilja meira af munnmökum, aðrir vilja helst ekki sjá þau, sumir vilja þiggja en ekki gefa. Þið fattið hvað við meinum.
Mjög margir menn kvarta í könnunni um að konur væru ekki nægilega fúsar að gefa munnmök og það þyrfti virkilega að biðja um þau í hvert skipti. Þessu má velta fyrir sér og gera betur. Sælla er að gefa en þiggja segir málshátturinn og spurning um að tileinka sér það.
#5 Traust og áreiðanleiki
Þið verðið að geta talað saman um allt í rúminu. Hvað ykkur finnst gott, hvað þið fílið ekki. Leiðbeina hvort öðru og læra. Sumir halda að þó þau séu búin að vera saman lengi þá viti þau allt um hvort annað og hvað hinn aðilinn vill. Aldeilis ekki, það þarf að ræða það. Þig langar kannski að prófa eitthvað nýtt eða gera eitthvað öðruvísi og þá þarf að ræða það. Því opnari sem þið eruð í rúminu um langanir og þrár, því meiri hamingja.
#6 Athygli
Það eru ótal atriði sem fanga athygli ykkar í lífinu; bðrn, heimilið, vinnan, ættingjar, vinir, áhugamálin og það er mjög algengt að detta í þann pitt að hætta veita hvort öðru athygli. Ef þú ert t.d. svo þreytt að þú ert nánast hætt að sjá, þá er kynlíf ekki efst á listanum þegar í svefnherbergið er komið. Eiginmaðurinn upplifir höfnun og finnst hann enga athygli fá. Þetta er hættulegur farvegur og hefur eyðilagt fjölda sambanda. Það er ekki í boði að hafa börnin uppí til skólaaldurs eða jafnvel lengur, og það verður að stöðva þennan vítahring. Þrátt fyrir álag og þreytu þá verðið þið að taka ykkur taki og eiga ykkar stundir og tíma saman þar sem þið veitið hvort öðru óskipta athygli og börnin eiga að sofa í sínum rúmum. Annað er bara ekki í boði!
#7 Hugrekki
Þið munuð rífast og ekkert er verra en þegar þið rífist um kynlíf. Ef annar aðilinn vill mun meira kynlíf en hinn aðilinn og er sífellt að tuða og rífast þá er voðinn vís. Sennilega upplifir hann þá mikla höfnun og þú ferð að láta hann fara í taugarnar á þér. Hættir að nenna gera þessa litlu hluti fyrir hann sem veittu ykkur báðum hamingju og allt fer í hnút. Svo farið þið að forðast hvort annað og þið verðið brátt eins og fólk sem deilir húsnæði saman en ekki rúmi.
Þá verðið þið að sýna hugrekki og tala saman. Tala frá hjartanu og þá meinum við að rífast ekki heldur tala. Það mun nánast vera þannig í öllum samböndum að annar aðilinn vill meira kynlíf en hinn en þá verðið þið að geta talað saman og sæst á eitthvað sem báðir aðilar eru ánægðir með. Oft þýðir það setja þarfir sambandsins ofar en eigin þarfir.
#8 Sjálfsöryggi
Hversu góður elskhugi heldur þú að þú sért? Ágæt? Frábær? Sjálfsöryggi er það kynþokkafyllsta sem þú getur klæðst í rúminu. Það skiptir ekki öllu máli hvernig frammistaðan er í kvöld eða morgun. Það er stóra myndin sem skiptir máli. Hvernig ykkur líður saman og hvernig þið fullnægið hvort öðru og sjálfum ykkur.
#9 Laðast að hvort öðru
Karlmenn eru þannig að þegar þeir sjá eitthvað sem þá langar í þá kveiknar á þeim. Það er því mikilvægt að hætta ekki að hugsa um sig og hafa sig til þó maður sé búinn að vera í sambandi á nokkur ár. Oft talar fólk um að fólk sem er nýskilið líti svo vel út, Hvaða rugl er það? Af hverju ekki að líta vel út alltaf? Fyrir sjálfan sig og makann. Ef þú heldur þér vel till hafðri, þá langar hann meira í þig. Það er klárt.
#10 Gleði
Að lokum, það verður að vera gaman í sambandinu. Það er ekkert eins ögrandi og ástríðuvekjandi eins og það að skemmta sér saman. Hvað sem það er sem fær ykkur til að hlægja saman og eiga góða stund.
Þið þurfið að eyða tíma tvö saman og skilja samviskubitið eftir heima. Ef þið eigið nokkrar slíkar stundir saman á viku þá eru meiri líkur á að þið skemmtið ykkur vel í svefnherberginu og í lífinu.
Njótist og elskist