KVENNABLAÐIÐ

10 gullfallegar konur (sem fæddust í röngum líkama)

Við fögnum fjölbreytileikanum! Margir gera sér ekki grein fyrir að transfólk er víða – hér eru nokkrar glæsilegar fyrirsætur sem þú hefur eflaust rekist á í gegnum tíðina.

aa andre

Andrej Pejic

Serbísk-ástralska fyrirsætan Andrej er frægur fyrir að sýna föt beggja kynja og hefur hann unnið fyrir Jean-Paul Gaultier og Marc Jacobs. Hann skilgreinir sig sem androgynous. Hann var í 18 sæti á lista yfir 50 flottustu karlfyrirsæturnar hjá models.com. einnig var hann í 98 sæti FHM listans yfir kynþokkafyllstu konur í heimi árið 2011.

aa lea

Lea T.

Brasilíska fyrirsætan Lea T. fæddist Leandro Cerezo árið 1981. Hún er nú ein frægasta trans-fyrirsæta dagsins í dag. Hún hefur verið kölluð „muse“ af tískuhúsi Givenchy.

aa claudia

Claudia Charriez

Claudia tók þátt í America’s Next Top Model en komst ekki áfram. Árið 2008 vann hún þó America’s Next Top Transsexual Model keppnina í þætti Tyru Banks.

aa isis

Isis King

Fædd sem Darrell Walls árið 1985 í Bandaríkjunum: Hún varð fræg fyrir að vera fyrsta transkonan sem keppti í America’s Next Top Model og var með í tveimur þáttaröðum.

aa florenc

Florencia De La V

Hin argentíska Florencia er fædd árið 1976. Hún er ein þekktasta transleikkona í heimi. Hún hefur verið í fjölmörgum þáttum, sápuóperum og tímaritum. Hún er nú gift manni og eignaðist tvíbura í gegnum tæknifrjóvgun.

aa shira

Sirapassorn Atthayakorn

Sirapassorn eða Sammy eins og hún er kölluð vann titilinn Miss International Queen árið 2011.

aa chamila

Chamila Asanka

Chamimla er frá Sri Lanka og er afar þekkt í tískuheiminum. Hún tók einnig þátt í Miss International Queen árið 2011.

aa caroline tula

Caroline „Tula“ Cossey

Caroline er bresk og ein þekktasta transfyrirsætan. Hún lék lítið hlutverk í Bond myndinni The Living Daylights og hefur setið fyrir í fjölda verkefna, m.a. Playboy, og hefur skrifað sjálfsævisögu sína sem transfyrirsæta í bókinni I Am A Woman.

aa roberta

Roberta Close

Roberta er frá Brasilíu og er fyrsta transfyrirsætan sem birtist í brasilíska Playboy. Hún undirgekkst aðgerð árið 1989 og eftir myndaþátt fyrir tímaritið Sexy var hún kosin „Fallegasta kona Brasilíu.“

aa malika

Malika

Hin indverska Malika er transkona sem hefur undirgengist fjórar stórar aðgerðir ásamt fleiri minni aðgerðum til að verða sú kona sem hún átti að verða, að eigin sögn. Gullfalleg!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!