Afar furðulegt mál: Cristina Carta Villa taldi sig vera í hamingjusömu hjónabandi í tvo áratugi. Líf hennar féll þó saman fyrir fáeinum mánuðum þegar hún uppgötvaði ótrúlegan sannleik: Hún hafði í raun aðeins verið gift í fjóra mánuði! Cristina sem nú er 59 ára stendur í málaferlum við fyrrverandi eiginmann sinn, Gabriel Villa sem er níræður. Sakar hún hann um að hafa skilið við hana án þess að hún hefði verið látin vita. Hún er einnig að reyna að koma í veg fyrir að hann selji íbúðina þeirra á Manhattan sem metin er á $1.4 milljón dollara og hefur verið heimili þeirra síðustu tvo áratugina.
Cristina og Gabriel hittust fyrst fyrir þremur áratugum síðan hjá sameiginlegum vini. Þau náðu strax vel saman, urðu ástfangin og giftu sig árið 1994. Cristina sagði í viðtali við New York Post: „Hann er alveg dásamlegur, heillandi þrátt fyrir aldursmuninn, þetta var ást við fyrstu sýn.“
Eftir brúðkaupið hætti Cristina að kenna ítölsku í Boston College til að hefja nýtt líf með Gabriel í New York. Þau eignuðust soninn Lorenzo og fjölskyldan deildi tíma sínum ýmist í New York eða París. Christina hélt hún væri að lifa hinu fullkomna lífi en það reyndist því miður vera byggt á sandi.
Gabriel hafði í raun skilið við hana á pappírum einungis fjórum mánuðum eftir að þau giftu sig. Hann hafði nefnilega ekki hug á að deila auðæfum sínum með henni.
Gabriel hafði tekist að knýja fram skilnað án hennar vitundar og var ráðahagurinn framkvæmdur í Dómíníkanska lýðveldinu. Ástæðuna sagði hann vera að hún gerði líf hans óbærilegt. Hann bjó til réttarhöld þar sem lögmenn vörðu ýmist hann og Cristinu en að lokum varð skilnaðurinn að veruleika.
Cristina neitar að hafa haft nokkra vitneskju um þessi réttarhöld, í raun uppgötvaði hún þetta ekki fyrr en um 19 árum seinna þegar hún skoðaði skattaskýrslu þeirra sem átti að vera sameiginleg.
Íbúðin sem þau bjuggu í var keypt eftir brúðkaupið og stóð hún í þeirri trú að þau ættu hana sameiginlega. Þegar hún komst á snoðir um að hlutirnir væru ekki eins og hún hafði vonast til, réði hún einkaspæjara. Ekki leið á löngu þar til hún uppgötvaði hið sanna í málinu: Hún var í raun fráskilin. Christina hefur nú höfðað mál á hendur (fyrrverandi?) eiginmanni sínum.