KVENNABLAÐIÐ

Veikindi sökum myglu í húsnæði – þekkir þú einkennin?

Mygla í húsnæði er afar eitrað efni, hún myndast þegar raki festist milli veggja eða undir gólfi.

Þegar myglan fer að dreifa sér þá gefur hún frá sér gró sem geta náð til líkamans og þessi gró gera þig veika. Veikindi sökum myglu eru mjög alvarleg og þau þarf að meðhöndla af lækni.

Fyrstu einkennin eru oft eins hver önnur veikindi, t.d kvef, þannig að það er mjög mikilvægt að vita hvaða einkennum á að leita eftir til að hægt sé að meðhöndla veikindi vegna myglu á réttan hátt.

Mygla í húsum getur verið skaðleg heilsu íbúa - Svona getur mygla litið út
Mygla í húsum getur verið skaðleg heilsu íbúa – Svona getur mygla litið út

Ef ónæmiskerfið er ekki í góðu lagi þá munu veikindi vegna myglu koma í ljós fyrr en ella og á miklum hraða. Áður en viðkomandi veit af er hann/hún orðin ansi veik.

Byrjunarstig

Veikindin geta byrjað eins og venjulegt kvef eða ofnæmiskast. Þetta er vegna þess að myglan er mikill ertingarvaldur í smáum skömmtum. Ef þú ert stöðugt að fá eitthvað af þessum einkennum þegar þú kemur inn í hús, þá eru miklar líkur á að það sé mygla í húsinu. Byrjunar einkennin eru hnerrar, kláði á húð, höfuðverkur, það rennur úr augunum á þér og mikill pirringur á húð.

Seinna stig

Ef þú ert á svæði/í húsi þar sem mygla hefur mengað í langan tíma þá eru þessi einkenni mjög algeng. Ef þú ert stöðugt að fá þessi sömu einkenni þá skaltu fara hið snarasta til læknis.

Einkenni á seinna stigi myglu-veikinda eru stöðugur höfuðverkur, þyngdartap og hárlos, niðurgangur, uppgangur, síþreyta, þú gætir hóstað upp blóði, verið með krónískt bronkitis, sýkingu í ennisholum, missir áhuga á kynlífi, manst ekki eins vel hvað gerðist í gær, … LESA MEIRA

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!