KVENNABLAÐIÐ

Lady GaGa stal senunni á Grammys með stórkostlegum flutningi á lögum Bowie

Lady Gaga heiðraði David Bowie með stórbrotnum flutningi á sviði Grammy verðlauna í gærkvöldi, en afhendingin fór fram í Los Angeles og tók stórsöngkonan syrpu með þekktustu lögum meistarans, sem andaðist eftir baráttu við krabbamein í janúar sl.

Lady-Gaga-Grammy-Awards-2016

Gaga steig á svið með eldrautt hár, ekki ósvipað því sem Bowie skartaði meðan hann var í hlutverki Ziggy Stardust, en þess utan lét Gaga húðflúra mynd af Bowie á síðu sína fáeinum dögum fyrir verðlaunaafhendinguna, þar sem hún steig á svið.

Lady Gaga performs a tribute to David Bowie at the 58th annual Grammy Awards on Monday, Feb. 15, 2016, in Los Angeles. (Photo by Matt Sayles/Invision/AP)

Sjálf sagði Gaga í viðtali við blaðamann Hollywood Reporter, rétt áður en flutningurinn fór fram, að Bowie hefði haft gífurleg áhrif á tónlistarferil hennar og að söngvarinn sálugi væri henni sterk fyrirmynd.

Þegar ég varð ástfangin af David Bowie, bjó ég á Lower East Side og fannst eins og glamúrinn sem einkenndi hann væri eitthvað sem hann gripi til svo hann gæti komið skilaboðum til aðdáenda sinna; ábendingu sem gæti haft heilandi áhrif á sálarlíf þeirr. Hann er tímalaus listamaður og þó það hafi aldrei verið ætlun mín að verða alveg eins og hann, þá vakti tónlist Bowie mig til vitundar um mína eigin köllun. Í því var aðdráttarafl hans fólgið.

Hér fer Gaga stórum á sviði Grammy í gærkvöldi til heiðurs Bowie:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!