KVENNABLAÐIÐ

Ástin túlkuð með rósum – Þetta merkja litirnir

Frá árdögum mannkyns hafa afskorin blóm notið hylli meðal elskenda og staðið fyrir tilfinningum, en þegar ræktun rósa hófst, (fyrir u.þ.b. 5000 árum síðan) voru litabrigði rósarinnar takmörkuð við hvíta, rauða og bleika litinn. Það voru Asíubúar sem fyrstir þjóða komu auga á fegurðargildi rósarinnar og nýtur rósin enn mikillar hylli meðal elskenda.

En hvað merkja litir rósa og hvað er við hæfi þegar vöndur er valinn? Af tilefni Valentínusardags tók ég saman helstu liti rósa og merkingu þeirra.

Ef orðin standa í þér, skaltu segja það með rósum.

Rauðar rósir: Einlæg ást og virðing, hugrekki og ástriður

Rauðar rósir eru ímynd ástar og rómantískra tilfinninga, klassísk leið til að sýna ást í verki og merkja einfaldlega „Ég elska þig“. Rauðar rósir hafa löngum staðið fyrir fegurð og fullkomnun. Því skaltu velja rauðar rósir ef ætlunin er að koma ást þinni á framfæri. Í löngum stilkum þeirra og flauelsmjúkum krónublöðum er einlæg ástarjátning fólgin.

Bleikar rósir: Skilyrðislaus kærleikur, þakklæti og hlýja

Bleikar rósir bera með sér glæsileika, þakklæti og hlýju. Bleikar rósir merkja aðdáun. Þær geta einnig staðið fyrir velþóknun og gleði. Bleiku rósirnar bera með sér meiri blíðu en rauðar systur þeirra, sem eru ástríðufullar og óhamdar. Ef ætlunin er að sýna þakklæti þitt og velþóknun í verki, skaltu velja djúpbleikar rósir. Ljósbleikar rósir standa fyrir aðdáun og einlægum samhug.

Gular rósir: Vinátta, gleði, hamingja og frelsi

Á Viktoríutímum stóðu gular rósir fyrir öfund og afbrýðisemi. En í dag stendur merking þeirra fyrir vináttu, gleði, kátínu, frelsi og nýju upphafi. Gular rósir bera með sér birtu og yl sólarinnar sem framkallar hlýju og hamingju í hjörtum manna. Gular rósir má gefa kærum vin sem er sannur í raun. Sendu gular rósir ef þig langar að varpa birtu á dag vinar; til að lýsa yfir hamingjuóskum á gleðilegum tímamótum.

Appelsínugular rósir: Ástríðufullar þrár, áköf aðdáun og einlægur áhugi

Appelsínugular rósir geisla af lifandi ákafa og einlægum þráum. Þær standa fyrir ástríðufullum tilfinningum og tilhlökkun. Appelsínugular rósir fela í sér þýðingarmikil skilaboð og merkja í raun að sendandi vilji þróa samband, sem er nýtt af nálinni.

Hvítar rósir: Sakleysi og hreinleiki; „Þú ert himnesk“

Hvítar rósir standa fyrir hreinleika, sakleysi og eru oftlega tengdar við brúðkaup og nýtt lífsupphaf. Hvíta rósin stendur einnig fyrir heiðri og æru, lotningu og er oftar en ekki notuð í minningarskyni. Með hvítum rósum má segja orðin „Þú ert himnesk, ég sakna þín“.

Fjólubláar rósir: Ást við fyrstu sýn

Einstök og kyrrlát fegurð fjólublárra rósa hefur fangað ófá augun og orðið skáldum yrkisefni gegnum aldanna rás. Merking þeirra er einföld og fögur, en með fjólubláum rósum er fólgin viðurkenning á einlægri ást við fyrstu sýn.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!