KVENNABLAÐIÐ

Hæ! EKKI henda avókadófræinu – sneisafullt af andoxunarefnum og frábært í boostinn!

Avókadó er ekki bara ljúffengt á bragðið, heldur sneisafullt af góðum fitusýrum og bætiefnum. Dásamleg viðbót út á salatið og ægilega gott í græna drykkinn. En steinninn er ekki síður heilnæmur, þó ekki mörgum hugkvæmist að geyma hann og matreiða. Flestir kasta steininum (þar á meðal undirrituð, fram til þessa dags) en í steininum sjálfum eru amínósýrurnar og mestu bætiefnin falin. Steinninn sjálfur er sneisafullur af hollum trefjum, andoxunarefnum sem róa meltinguna og geta jafnvel nært húðina.

Í stað þess að kasta steininum, er því ágætt að skilja hann eftir á borðinu og deila upp í fjóra parta með beittum hníf. Þegar þú hefur bútað sjálfan steininn niður, skaltu setja bitana í matarvinnsluvél, öfluga kaffikvörn eða ágætan blandara sem þolir að mala steininn og mauka í duft.

avocado

Úr verður í raun ákveðið mauk eða duft, sem er biturt á bragðið og trefjaríkt, en einmitt þess vegna er gott að nota maukaða avókadó-steina í græna morgundrykkinn eða blanda út í ávaxtasafa. Hálft og fínmulið avókadófræ er ágætt í græna drykkinn og hinn helminginn má nota í næsta skammt, en mulið fræið geymist ágætlega í kæli í sólarhring.

Ef þú vilt aftur á móti lengja líftímann og geymsluþolið, getur verið ágætt að þurrka fræið (steininn) fyrst á gluggasyllunni og mala svo með fínu rifjárni, búta niður og setja í matarvinnsluvél eða í blandarann / kaffikvörnina og geyma svo í lokuðu íláti á þurrum og sólríkum stað.

Hér má sjá hvernig blanda má fræinu beint í blandarann og þeyta saman við aðra ávexti til að gera grænan drykk í morgunsárið. Engin ein leið er í raun og veru réttust, en svona má meðal annars galdra fram heilnæman drykk!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!