Kannski smá skrýtin en áhugaverð smáatriði um hans líkama.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera karlmaður. Núna þarft þú ekki að spá í því eða biðja hann um að útskýra fyrir þér af hverju hann fílar það meira „röff“ í rúminu en þú gerir.
Lestu bara áfram og þú færð vonandi svör við spurningum sem þú hefur hugsað um en aldrei spurt að.
Meðal limur í fullum skrúða er um 14 cm
Samkvæmt Journal of Sexual Medicine er limur í fullum skrúða um 14 cm að lengd. Gerð var könnun sem 1.661 karlmaður tók þátt í og voru limir þeirra mældir. Minnsti limurinn var 4 cm á meðan sá stærsti var 26 cm.
Munnmök gera hann stærri
Í þessari sömu könnun kom fram að þeir karlmenn sem höfðu fengið munnmök áður en þeir mældu lim sinn, því eftir munnmök þá mældist hann lengri.
Hans geirvörtur eru jafn næmar og á konum
Fæstar konur vita þetta, en geirvörtur á karlmönnum eru jafn næmar og á konum. Þannig að ekki vera feimin við að narta í þær þegar þið eruð að elskast.
Karlmenn eru líka með G-blett
Blöðruhálskirtilinn er G-blettur karlmannsins, ef hann er örvaður þá getur karlmaður fengið fullnægingu. Örva má einnig svæðið sem er á milli pungs og endaþarms. Það gefur kraftmikla fullnægingu fyrir karlmenn.
Forhúðin hans hefur tilfinningar
Um 44% af karlmönnum eru ekki umskornir. Gott er að nudda forhúðina með fingrum eða tungunni og byrja þannig heitan ástarleik.
Húðin á karlmönnum er þykkari en hjá konum
Það fer eftir líkamshluta á karlmönnum hvar húðin er þykk. En hún er um 0,2 mm þykkri en hjá konum. Svo ekki vera feimin að taka aðeins á honum. Klóra eða klípa létt í bakið er t.d eitthvað sem kryddar ástarleiki.
Eðlileg fullnæging hjá karlmönnum endist í um 6 sekúndur
Hjá konum eru það 23 sekúndur. Við heppnar með það
Hans pungur hangir lágt og það er ástæða fyrir því
Eistun hanga fyrir neðan líkamann þar sem hitastigið er aðeins kaldara og tilvalið til sæðisframleiðslu.