KVENNABLAÐIÐ

Sjáðu Beyoncé, Coldplay og Bruno Mars slá í gegn í hálfeik Ofurskálarinnar!

Beyoncé hyggur á veglegt tónleikaferðalag nú í sumar, en ofurstjarnan tryllti lýðinn í hálfleik Ofurskálarinnar í gær, þar sem hún steig á svið í hálfleik ásamt bresku rokkhljómsveitinni Coldplay og flutti meðal annars nýjustu smáskífu sína, Formation, sem út kom nú fyrir helgina.

Þetta er EKKI plat! – Beyoncé sendir ORÐALAUST frá sér nýtt lag!

Íklædd leðurjakka sem bar sterkan keim af klæðnaði Michael heitins Jackson, sem sjálfur skemmti áhorfendum í hálfleik Ofurskálarinnar árið 1993, setti Beyoncé bókstaflega allt á annan endann og átti sjálfur Chris Martin, söngvari Coldplay, fullt í fangi með að halda í við tilburði drottningarinnar sem sópaði senunni upp.

Magnaður virðingarvottur; Beyoncé heiðraði Michael Jackson á sviði í gær
Magnaður virðingarvottur; Beyoncé heiðraði Michael Jackson með klæðaburði á sviði í gær

Flutningurinn vakti sterk viðbrögð Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, en Formation þykir flugbeitt og hápólitísk ádeila á það órétti sem þeldökkir hafa sætt í Bandaríkjunum og ótæpilega ofbeldi sem fólk af blönduðum kynþætti sætir á hverjum degi.

Coldplay vottaði samfélagi LGBT ómælda virðingu sína, en öll hljóðfæri sveitarinnar sem og sviðsmynd var skreytt í regnbogalitunum og þegar yfir stóð, mátti lesa orðin – en Gwyneth Palthrow, sem var meðal áhorfenda tók þessa fallegu ljósmynd af áhorfendastúku í lok hálfleiks undir yfirskriftinni BELIEVE IN LOVE – vísaði þar til réttindabaráttu samkynhneigðra:

Hér má sjá allan flutning þeirra Chris Martin, Bruno Mars og Beyoncé í hálfleik Ofurskálarinnar:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!