Svo ykkur vinunum langar að fara saman í bíó. En það er bara eitt vandamál; peningarnir hrökkva ekki til fyrir tveimur aðgöngumiðum. Auðvitað er hægt að spara og bíða í eina viku … en það er líka hægt að búa til fitubúning svo þið getið smyglað ykkur saman inn í kvikmyndahúsið.
Undirrituð hvetur EKKI til þess að tveir einstaklingar burðist saman að miðasölunni, svíki út aðgöngumiða og troðist saman fram hjá dyraverðinum. ALLS EKKI. Athæfið getur kostað líkamsmeiðingar, ákæru og Guð einn má vita hvað.
Engu að síður er hugmyndin fyndin, þó ritsjtórn mæli hreint út sagt ekki með því að nokkur vitleysingurinn prófi þetta heima við. En hugmyndin hefur verið prófuð og eins og sjá má á uppátæki vitleysinganna Bo Johnson og Matthew, besta vini hans, má troða fullorðnum karlmanni inn í klæði annars, sem er nægilega sterkur til að halda þeim báðum uppi.
Þeir félagarnir treystu auðvitað í blindni á að engum kæmi til hugar að feiti maðurinn sem rogaðist eftir götunni, bæri félaga sinn innanklæða en áhættan var talsverð og þó uppátækið hafi verið fyndið (svo vægt sé tekið til orða) er ekki að spyrja að leikslokum, hefðu þeir félagar verið gripnir glóðvolgir.
Brjálæðislega fyndið (og áhættusamt) uppátækið sem sjá má á myndbandinu hér að neðan er eitthvað sem við sjáum gjarna í teiknimyndum, en ekki í rauntíma. Þó ekki sé hægt að mæla með þessari vitleysu við nokkurn heilvita mann er vitleysisgangurinn svo fyndinn að stúkurnar sprungu úr hlátri!