Beyoncé er söm við sig og gaf þannig orðalaust (hvað annað) út myndband við spánýja smáskífu nú á föstudagskvöld, eða sólarhring áður en hún treður upp á sviði Ofurskálarinnar ásamt Chris Martin og hljómsveit hans, Coldplay í hálfleik Ofurskálarinnar.
Í raun ætti ekki nokkrum að koma á óvart að myndbandið skuli ekki hafa komið út fyrr en í dag, einmitt þar sem Beyoncé, sem er drottning melódískra blekkinga, en þetta mun fyrsta smáskífa stórstjörnunnar síðan árið 2014.
Myndbandið, sem tekið var upp í New Orleans, stiklar á stóru í sögu borgarinnar og sýnir þannig brot úr Kjötkveðjuhátíð borgarinnar, afleiðingum Katrínu, fellibylsins og túlkar einnig mannréttindabaráttu kreólakvenna í borginni. Ef grannt er skoðað má einnig sjá Blue Ivy bregða fyrir í myndbandinu, stórgóður smellur sem kemur á hárréttum tíma: