KVENNABLAÐIÐ

„Hættum að HÆL-særa hvort annað!“

Ritstjórn barst pistill frá ungri konu sem kýs að láta nafns síns ekki getið, en í opinskárri umfjöllun sinni veltir hún upp kjarnanum í samskiptum kynjanna og hversu mikilvægt er að sýna aðgát í nærveru sálar. Við bendum á netfangið sykur@sykur.is þar sem tekið er á móti innsendu efni og er fyllsta trúnaðar gætt.


Það er til fólk sem hælir þér bara ef því vantar eitthvað frá þér. Það eru til karlmenn sem ausa yfir þig hóli af því þá langar að ná þér úr fötunum. Þeir byrja á því að dásama þig í hástert og telja upp þvílíka kosti sem þeir halda að þú viljir heyra um þig og vilja svo fá að hitta þig.

Með hittingi eru oft falin skilaboð um eitthvað allt annað en bara að hittast til að spjalla. En það eru auðvitað líka til þessar elskur sem eru sko alveg til í að hittast í kaffi og spjalla og kynnast þó svo að í huganum á þeim sé kannski eitthvað smá dónó að þá kunna þeir sig og haga sér eins og herramenn.

Þetta tilgerðarlega hól sem konur fá ansi oft getur bara verið særandi. Komdu því út úr þér sem þú ert að hugsa og sparaðu þar með tíma og misskilning sem endar bara oft með hæl-særi.

Ekki viljum við troða okkur berfættar í of litla skó sem er bara áskrift á hælsæri né viljum við fá tilgerðalegt hól sem endar líka með hæl-særi.

Ég veit alveg að það er endalaust hægt að velta sér uppúr veiði aðferðum kynjanna. Keimlíkar eins og þær eru að þá eru þetta engin geimvísindi.

Viltu ríða? Einfalt og bara komið sér beint að efninu. Sparar tíma, fyrirhöfn og pjatt fyrir framan spegilinn.

Ef ríðingar eru það eina sem er á matseðlinum til hvers þá að vera að hafa sig til? Það fer hvort eð er allt í klessu eftir eina umferð í rúminu eða sófanum eða á eldúsborðinu. Nema þið komist ekki einu sinni svo langt og það er forstofan sem verður fyrir valinu.

Ég veit fyrir víst að það eru ekki margar konur sem fíla svona framhleypni. Þeim finnst þetta afar ódýrt og þessi setning: viltu ríða? Lætur þeim líða eins og skrokk sem leyfilegt er að nota þegar það hentar hinu kyninu.

Ég get alveg verið sammála því. Ef það er karlmaður sem ég hef áhuga á og hann kemur svona fram þá særir það mig. Og ég hika ekki við að segja það við hann.

En þið verðið að viðurkenna að þetta er tímasparnaður og engar falskar vonir gefnar um eitthvað meira en bara ríðingar. Ekki setið við símann með vonir um frekari samskipti eða athugað með sms á 10 mínútna fresti.

Æji það er svo margt skemmtilegt hægt að gera hvort sem það er saman eða einsömul/einsamall. En fyrir alla muni þá á ekki að feika það. Dettir þú í gírinn og langar í drátt en hann er síðan ekki það sem þú áttir von á þá er best að koma því frá sér.

Karlmanninum gæti hafa fundist drátturinn algjört dúndur og vill hitta þig aftur í þeim tilgangi að fá drátt og í stað þess að svara honum með loðnum svörum viljir þú ekki hitta hann aftur er einfaldast að segja bara : Veistu þetta var bara ekki að gera sig fyrir mig!

Hættum að nota platarann sem býr í okkur öllum og þessa tilfinningu að halda að það þurfi að plata,skrökva eða hreinlega bara gjörsamlega ljúga blákalt framan í hvort annað?

Það hafa allir gert það. Ég líka og þú líka. Ekki reyna að neita því.

Hættum að HÆL-SÆRA hvort annað!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!