KVENNABLAÐIÐ

Súkkulaði Kínóakúlur – UPPSKRIFT

Tobba Marinósdóttir er ein þriggja kvenna er standa að gourmet vefsíðunni EATrvk Þar deila þær stöllur girnilegum uppskriftum með lesendum. Tobba leggur áherslu á hollar uppskriftir og oftar en ekki eru þær sykurlausar.


 

IMG_20160130_125620Þessar kúlur eru svo góðar að ég verð hálffúl ef einhver kemur í kaffi og ég þarf að deila þessum elskum. Þær eru mjög bragðmiklar og kínóapuffsið getur þeim skemmtilega áferð. Þeir sem elska „kökudeigs“ sælgæti og ís munu tryllast yfir þessum gleðisprengjum. Mér finnst best að gera þær litlar svo þær séu bara einn lekker munnbiti og þær eru bestar eftir hálftíma í frystir.

Kínóapuffsið fann ég í Nettó en það lítur svona út og má einnig nota sem morgunkorn eða út á grauta, jógúrt eða „nicecream.“ Þetta undrastöff er sykur og glútenlaust.

NatureCrops_Quinoa

Sykurlausir súkkulaðiboltar

Hrikalega gott. Sko hrikalega og án viðbætts sykurs. Nammi namm!

Innihaldsefni:

2 msk hnetu- eða möndlusmjör

sjávarsalt á hnífsoddi

10 dropar karamellustevía

100 gr döðlur

1 dl hreint ósætt kakó

1 dl kókosolía

2 dl kínóapuffs

Leiðbeiningar:
  1. Látið döðlurnar liggja í heitu vatni í korter.
  2. Hellið vatninu af og látið döðlurnar í matvinnsluvél eða öflugan blandara ásamt 1 dl af kókosolíu. Blandið saman uns verður að kekkjalausu deigi.
  3. Setjið restina af innihaldsefnunum nema kínóapuffsið út í kveikið aftur á ´velinni og vinnið hráefnin vel saman.
  4. Hellið blöndunni í skál og hrærið kínóanu út í með skeið.
  5. Kælið bl-nduna svo hún sé meðfærilegri áður en mótaðar eru litlar kúlur.
  6. Geymið hamingjuna í frysti og borðið þegar ykkur vantar orku og hamingjuskot! Eða þegar tengdó er með dólg. Þá má fá sér rauðvín með.
Höfundur: Tobba Marinósdóttir

Eat RVK

12369253_921282051295540_7275239620498344832_n

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!