KVENNABLAÐIÐ

Mögnuð áminning: Hvers iðrast þú mest í lífinu? – MYNDBAND

Hvers iðrast þú mest í lífinu og hvernig myndir þú bregðast við, ef þú fengir tækifæri til að byrja allt upp á nýtt? Þessa spurningu lagði kvikmyndateymi nokkuð fyrir vegfarendur í New York sem fengu það handahófskennda en mikilvæga verkefni að skrifa á stóra kalktöflu sem stóð á götu úti, hvers þau iðrist mest í lífinu.

Í upphafi voru vegfarendur hikandi en þegar á leið, hóf taflan að fyllast af orðum. Öll orðin sem aldrei voru sögð, umsóknirnar sem ekki voru fylltar út og áhættan sem fæstir þorðu að taka. Þægindahringurinn sem varð að vana og flugmiðarnir sem ekki voru keyptir.

Flestir iðrast þess sem aldrei varð úr í lífinu, eða eins og skáldið sagði – að af öllum orðum sem hrundið hafa af pennanum, væru orðin ÞAÐ HEFÐI GETAÐ ORÐIÐ þau sem fælu í sér mestu sorgina. Að því sögðu er ekki úr vegi að varpa sömu spurningunni til lesenda, með það fyrir augum að hver einasti dagur felur í sér ónýtt tækifæri – að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!