KVENNABLAÐIÐ

Trefjaríkur berja- og apelsínuboost sem gælir við budduna – UPPSKRIFT

Appelsínur eru ekki bara góðar á bragðið; þær eru stútfullar af trefjum sem líkaminn þarf á að halda til að viðhalda góðri meltingu. Trefjarnar koma þá ekki bara að góðu gagni fyrir meltingarkerfi líkamans, heldur hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að dagleg inntaka trefja getur dregið úr hjartasjúkdómum.

Hér fer uppskrift að gneistandi góðum morgunboost sem tekur enga stund að laga í blandaranum en ef þú finnur ekki fersk ber í matvöruverslun, skaltu endilega krækja þér í frosin ber. Þau eru jafn auðug af næringarefnum og þau fersku og verulega ljúffeng bragðgóð út í morgundrykkinn.

Þessi hér er einfaldur, fljótlegur og hráefnin kosta ekki margar krónur, sem er auðvitað alltaf besta leiðin til að laga saðsaman og næringarríkan morgundrykk sem styrkir, hressir og kætir í morgunsárið!

Orange-peel

U P P S K R I F T:

2 bollar spínat
1 bolli vatn
2 afhýddar og smátt skornar appelsínur
2 bollar blönduð ber (að eigin vali – frosin eða fersk)

Þeytið saman vatnið og spínatlaufin þar til allt er orðið slétt og mjúkt áferðar. Bætið því næst appelsínum og ferskum / frosnum berjum út í blandarann og þeytið saman aftur.

ATH: Hægt er að skipta út vatni fyrir kókos- eða möndlumjólk til að gera drykkinn rjómakenndari.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!