KVENNABLAÐIÐ

Hér er flott uppskrift að ís – Hollum ís!

Það þarf bara fjögur hráefni til að búa hann til – og það fílum við!

10995533_1560506277541881_6350299111775739949_n

Hráefni:

2 bananar skornir í sneiðar og fryst

½ bolli af jarðaberjum, skorin í sneiðar og fryst

2 msk af möndlumjólk

½ tsk af vanillu

Leiðbeiningar:

Taktu bananasneiðar og raðaðu þeim á plötu og skelltu í frysti í tvo klukkutíma (yfir nótt er samt best)

Gerðu það sama við jarðaberin.

Taktu nú frosnu sneiðarnar af banana og jarðaberjum úr frysti og skelltu í blandara og láttu blandast þangað til þetta er orðið mjúkt.

Bættu út í möndlumjólkinni eftir smekk og vanillunni og láttu þetta blandast vel.

Settu nú blönduna í form sem má fara í frystinn og láttu þetta vera yfir nótt.

Nú er ísinn tilbúinn og njóttu vel með fjölskyldu og vinum.

Ps: það má nota hvaða ávexti sem er í þessa uppskrift. 

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!