KVENNABLAÐIÐ

Karlmenn: Verstu atvik sem gætu komið fyrir jafnaldrann

Ok, þinn er kannski öruggur núna, en þessir karlmenn voru ekki eins heppnir.

„Invaginated“ er orð sem læknar nota þegar að limurinn snýst við, sem sagt verður úthverfur, já eða innhverfur. Þetta gæti allt eins komið fyrir þig.

Einnig þekkt sem „limur í gildru“ þetta gerist ef afar mikið högg lendir á millifótakonfektinu. Það sem gerist er að typpið bara hreinlega klessist beint inn í líkamann með svo miklum krafti að það „festist“ í fituvefjunum sem eru á milli mjaðmagrindar og typpis.

Samkvæmt myndum frá lækni sem heitir Dr. Wang og var að rannsaka fórnarlamb mótorhjólaslyss að þá líktist þetta ástand helst endanum á fílsrana. ( Vinaleg viðvörun, ekki fara og googla „invaginated penis“)

Góðu fréttirnar eru þær að svona óhöpp eru afar sjaldgæf. Einnig, það er hægt að laga þetta að mestu með aðgerð. Typpið sjálft hlaut engan varanlegan skaða af við þetta óhapp sagði Dr. Wang. Karlmaðurinn gat stundað eðlilegt kynlíf og kastað af sér vatni á eðlilegan hátt eftir að búið var að laga þetta.

En ekki eru allir svona heppnir. Haltu bara áfram að lesa.

Hérna eru atvik sem tengjast slysum á typpum og sum þeirra gætu orsakað martraðir í langan tíma eftir að þú hefur lesið þetta.

Saxafón typpið

Orsökin eru stíflaðir eitlar eða bakteríusýking tengd klamydíu. Þetta er sjaldgæft ástand, en sem sagt typpið bólgnar upp og snýst, en þetta kom fram við rannsókn á svona máli í Indlandi. Þetta ástand er einnig þekkt sem „ram’s horn“ typpi. Lyf geta hjálpað til við bólgurnar og snúninginn og þú ættir að geta pissað eðlilega ef þú snýrð þér á hlið. Hins vegar er kynlíf úr sögunni.

„Leiðslurnar“ víxlast

Illa gerð aðgerð á þörmum eða aðgerð við krabbameini í blöðruhálskirtli getur í afar sjaldæfum tilvikum orsakað það sem kallað er „fistula“ en þetta orsakar það að vefurinn sem tengir þvagrásina við endaþarm rifnar. Það kemur strax í ljós ef þetta hefur gerst því að þvag fer að leka úr endaþarmi og saur blandast saman við þvagið og inn í þvagrásina og þvagblöðru. Sem betur fer er hægt að laga þetta að fullu en eftirmeðferðin er löng og erfið.

Eitthvað er „fishy“

Ef að pírana fiskar eða Stingray’s eru ekki nóg til að halda þér uppi á bakkanum við Amazon ánna þá er þetta pottþétt það sem fær hárin til að rísa og þú myndir ekki hoppa í ánna þó þú fengir borgað fyrir það. Candiru eða Tannstönguls fiskurinn hefur verið þekktur fyrir að stynga sér inn í typpi þegar karlmenn eru að synda í Amazon ánni. Fiskurinn festir sig í þvagrásinni með göddum sem minna á regnhlíf þegar hún er opin. Að ná þessu aðskotadýri út úr þvagrásinni er afar kvalarfult eins og þú getur rétt ímyndað þér.

Grafinn lifandi

Ef að hluti af bol limsins er óvart skorinn í burtu með forhúðinni við umskurð þá getur limurinn gróið fastur við nárann á meðan þetta er að gróa. Útkoman er að limurinn er „grafinn“ eða fastur í fitulagi sem er í kringum kynfærin. Sem betur fer er hægt að laga þetta með aðgerð.

Brotinn limur

Það eru engin bein í limnum en samt getur hann „brotnað“. Þetta getur gerst þegar limur er í fullum skrúða og fullur af blóði og afar harður. Vanalega gerist þetta við kynmök sem eru þá frekar harkaleg. Þegar þetta gerist þá fyllist limurinn af blóði sem orsakar miklar bólgur og varanlega vansköpun eða þú missir alla kynferðislega löngun. Ef þetta er ekki lagað strax … LESA MEIRA

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!