Wiz Khalifa gerði sér lítið fyrir í hljóðveri nú fyrir örfáum dögum og snaraði upp frístæl (freestyle) útgáfu af stórsmellinum Hello sem Adele flytur. Hrá og óhefluð útgáfa Khalifa er örlítið frábrugðin seiðandi flutning Adele, engu að síður er gaman að sjá með hvaða hætti þessar ólíku tónlistarstefnur; óheflað rapp og næsta klassísk ballaða mætast.
Sjálfur var Khalifa mættur í útvarpsþáttinn The Cruz Show sem sendir út á bandarísku útvarpsstöðinni Power 106, til að kynna eigin breiðskífu sem væntanleg er á markað en rapparinn gerði sér lítið fyrir og endurskírði smellinn Hella O’s.
Roll one up and let’s get high
I am trying to get fried
I brought some weed and you can smoke
Ekki alveg það sem Adele sjálf hefði sungið, gaman væri hins vegar að vita hvernig dívunni líst á óheflaða tilburði Khalifa sem fer listilega með stórsmellinn Hello – í spánýrri útgáfu: