KVENNABLAÐIÐ

Avokadó – jarðaberja – spínat salat með birkifræ dressingu

Þetta salat er svo ferskt og girnilegt að það mætti halda að sumarið væri komið.

Innihald:

Ferskt salat, helst lífrænt ræktað

6 bollar af baby spínat

1 bolli af ferskum jarðaberjum í sneiðum

1 stk avokadó, skorið niður. Það má nota tvö, fer eftir smekk.

½ bolli af muldum gorgonzola osti en einnig má nota gráðost.

¼ bolli af möndlum,söxuðum og ristuðum.

Hálfur lítill rauðlaukur í þunnum sneiðum

Skellið hráefni í skál og blandið vel saman, muna að skola og skera niður það sem þarf.

Birkifræ dressing (sjá uppskrift hér að neðan)

Innihald í birkifræ dressingu:

½ bolli af avokadó olíu eða olíu að eigin vali, fer eftir smekk.

3 msk af epla ediki

2 msk af hunangi

1 msk af birkifræjum

Dass af sinnepsdufti (má sleppa)

Og svo salt og pipar eftir smekk

Hrærið allt vel saman og Voila, dressing er tilbúin.

Endilega prufið þetta salat og ég lofa að það bragðast vel.

Njótið vel!

heilsutorg

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!