Ef leiðin liggur til London á næstu dögum, leggjum við til að þú berjir fágæta fagra ljósmyndasýningu augum; brot af verkum tveggja stórbrotinna ljósmyndara sem báðir höfðu brennandi ástríðu fyrir að mynda sjálfa Marylin Monroe.
Sýningin, sem mun opin almenningi til 27 febrúar nk. er uppi í The Little Black Gallery sem er til húsa í Chelsea, London – og ber einfaldlega heitið Gentlemen Prefer Blondes.
Verkin eru eftir þá Milton H. Greene og Douglas Kirkland og spannar allt frá seríu Kirkland sem hlaut heitið In Bed with Marilyn, sem tekin var árið 1961 og sýnir gyðjuna kviknakta í rúminu; vafða inn í mallarhvít rúmklæði og til heimsfrægrar ljósmyndaseríu Greene sem hlaut heitið Ballerina Awaiting her Cue.
Hér að neðan má sjá brot af því úrvali mynda sem koma fyrir á sýningunni sjálfri, en heimilisfang listasafnins má nálgast HÉR auk þess sem The Little Black Gallery heldur einnig úti Facebook og Instagram síðu, þar sem grennslast má fyrir um staðsetningu, opnunartíma og fyrirhugaðar sýningar – en í myndatexta má sjá hvaða ljósmyndari tók myndina, úr hvaða seríu ljósmyndin er og hvaða upprunalega heiti myndin bar: