Hér er komin dásamlega einföld, freistandi og mjög næringarrík hugmynd að hollum hádegisverði fyrir þá sem vilja halda í við línurnar en vilja þó borða hollt og gott.
Avokadóaldin eru sneisafull af trefjum, hollri fitu og innihalda auk þess prótein, B-6, C, magnesíum og járn að ógleymdu A-vítamíni og kalki – þó í litlum mæli sé. Eggjahvítur eru hins vegar afar hitaeiningasnauðar, stútfullar af hollu próteini auk þess sem eggjahvítur innihalda örlítið magnesíum, sódíum og pótassíum – steinefni sem líkaminn þarfnast.
Fullkomið í hádegisverðarpakkann, inniheldur fáar kaloríur en er ægilega næringarríkt. Athugið að uppgefið næringarinnihald hér að neðan miðast við 1/2 skammt – en uppskriftin nægir fyrir tvo.
N Æ R I N G A R I N N I H A L D:
Uppskrift er gerð fyrir tvo // Næringarinnihald – einn skammtur:
Kaloríufjöldi: 155
Fita: 12 gr
Kolvetni: 6.25 gr
Prótein: 6.75 gr
I N N I H A L D S E F N I:
1 þroskað avókadó, steinhreinsað, helmingað og niðursneitt
5 meðalstór egg
Sjávarsalt
Grófmalaður svartur pipar
ca ½ msk ósaltað og ósvikið smjör
L E I Ð B E I N I N G A R:
#1 – Forhitið ofninn í 190 gráður.
#2 – Brjótið eggin og skiljið rauðurnar frá, en aðeins eggjahvíturnar fara í þessa uppskrift. Bætið við klípu af sjávarsalti og möluðum, svörtum pipar. Þeytið létt saman.
#3 – Bætið helming avókadósneiðanna í eggjablönduna.
#4 – Smyrjið nú lítið eldfast mót vel að innan með ósöltuðu smjöri.
#5 – Hellið eggjahvítu- og avókadóblöndunni varlega í litla eldfasta mótið.
#5 – Bakið í 10 – 15 mínútur við 190 gráðu hita, eða allt þar til eggjahvíturnar eru fulleldaðar og hafa tekið á sig fast form.
#6 – Færið nú eggjahræruna varlega á disk með spaða og berið fram með ferskum avókadósneiðum – eða því sem ekki fór með hrærunni inn í ofn.