KVENNABLAÐIÐ

Til hamingju með íslenska Bónadaginn – Þorri hefst í dag!

Bóndadagur er runninn upp og þar með gengur Þorri í garð samkvæmt fornu norrænu tímatali, en fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur. Um fyrsta dag Þorra, eða sjálfan Bóndadaginn hafa lengi ríkt ákveðnar hefðir og skemmtilegar með eindæmum. Þannig eiga bændur nú að bjóða Þorra velkominn með eftirfarandi hætti – en svo herma heimilidr Árna Magnússonar frá árinu 1728:

… með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir aða fara ofan og á skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra skálmina og láta hina lafa og draga hana á eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkomin í garð eða til húsa. Síðan áttu þeir að halda öðrum bændum úr byggðarlaginu veislu fyrsta þorradag; þetta er „að fagna þorra“.

Sennilega er þó of kalt í veðri til að viðra loðna karlmannsleggi í henni gömlu Reykjavík í dag, siðurinn löngu úr sér genginn og hefðir nútímafólks mun huggulegri en þekktist á öldum áður. Þannig tíðkast blómvendir til bónda á sjálfan Bóndadaginn og vissulega má nostursöm máltíð, dekur þegar kvölda tekur og falleg orð fylgja í kjölfarið.

Ritsjtórn hvetur húsfreyjur eindregið til að hlúa vel að bóndum í tilefni dagsins og sendir ástarkveðjur út í íslenskan Þorra – til hamingju með daginn, íslenskir bóndar!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!