Gerum ekki grín að þeim sem styttra eru á veg komnir í heimilisstörfunum en við sem eldri erum og vitrari. Ekki allir gera sér fulla grein fyrir því að tyggjóklessur má fjarlægja af gallabuxum með …. ísmola … að best er að þvo gallabuxur á röngunni og að einfaldast er að brjóta buxnaskálmarnar saman og setja ofan í sokkana áður en farið er í stígvél.
Svo lærir sem lifir, gott fólk – svona heldur þú gallabuxunum góðum!