KVENNABLAÐIÐ

Dýrahald – Þess vegna er súkkulaðiát stórhættulegt fyrir hunda!

Martröð allra hundaeiganda hlýtur að vera súkkulaðistykkið, sem gleymdist uppi á stofuborði og heimilishundurinn hámaði í sig. Í alvöru, hundar verða fárveikir ef þeir borða súkkulaði og fæðutegundin er hreinlega á bannlista þegar ferfætlingarnir eiga hlut að máli.

Niðurgangur, magabólgur og skruðningar í meltingarfærum; skelfilegt alveg hreint. En þó löngu sé vitað að hundar og súkkulaði eiga enga samleið – er minna vitað um ástæður þess að litlu (og stóru, loðnu) vinirnir mega ekki gæða sér á afurðum kakóbaunarinnar.

Hér að neðan má sjá fróðlegt myndband frá Bandaríska Efnafræðisambandinu, sem heldur úti YouTube rásinni Reactions og sýnir hvers vegna súkkulaði fer svona illa í hunda og hvaða efnasambönd í súkkulaði valda því að góðgætið er stórhættulegt fyrir besta vin mannsins.  Svarið, í stuttu máli sagt, mun vera fólgið í efnasambandi sem nefnist theobromine en hér er farið ofan í saumana á þessu langlífa spurspmáli – hvers vegna súkkulaði er stórhættulegt hundum:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!