KVENNABLAÐIÐ

Missti móður sína úr hvítblæði skömmu eftir fæðingu en var hjúkrað til lífs – Yndisleg björgun

Dísætir prakkarar, kafloðnir hnuðlarar, saksbitnir hundar sem sprengja krúttskalann, ekkert jafnast á við þennan litla kóalabjörn sem missti móður sína úr hvítblæði skömmu eftir fæðingu og var vart hugað líf. 

Litli hnoðrinn hafnaði að lokum hjá parinu kylie Elliott og Matt Radnidge sem bæði eru starfsmenn í Symbio þjóðgarðinum, sem er verndaður dýragarður sunnan af Sydney í Ástralíu. Þó starfið og ábyrgðin sem fylgir því að ala upp lítinn kóalabjörn virðist hljóma dásamlega í fyrstu, fylgir því ómæld ábyrgð að ala upp lítinn kóalabjörn.

Litla dýrið er nú að komast á legg og braggast vel, en þau Elliott og Radnidge segja ánægjulega en krefjandi frumbernsku litla kóalabjarnarins hafa kennt þeim ótalmargt um þessi litlu krútt, en sagði Elliott þannig í viðtali við ástralska dagblaðið Illawarra Mercury:

„Þetta hefur ekki verið auðvelt ferðalag, þar sem litli kóalabjörninn nagar allt sem hann kemst í og er þess utan með ofurskarpar klær. Ég hef öðlast gífurlega virðingu fyrir kóalabirnum fyrir vikið“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!