Litli fjörkálfurinn sem hlær svo hjartanlega í meðfylgjandi myndbandi, er ekki í vafa um að faðir hennar ljúgi eins og hann er langur til. Svo fáránlegt þykir henni að hugsa til þess að snjór skuli falla af himnum ofan og mynda fannhvítt teppi á jörðu niðri þegar vetrar í hinni stóru veröld.
Barnið er nær örmagna af hlátri og vanmáttugur heldur faðir hennar, undrandi áfram, að reyna að útskýra fyrir barninu að snjór sé í raun og veru til – að foreldrar hennar hafi ekki fundið upp söguna af árstíðum til þess eins að skemmta barnungri dóttur sinni við morgunverðarborðið.