Rammíslenskur tvífari stórleikarans Leonardo DiCaprio er til umfjöllunar í menningaritinu GQ þar sem blaðamaður fer mjúkum orðum um Ágúst Ævar Guðbjörnsson,sem er 33 ára gamall grafískur hönnuður og rekur auglýsingastofuna 23 sem staðsett er á Fiskislóð í Reykjavík.
Segir blaðamaður GQ Ágúst vera þriðja tvífara DiCaprio sem skýtur upp kollinum í þessari viku, en leikarinn sjálfur, sem hreppti Golden Globes verðlaunin fyrir fáeinum dögum og er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína, á einnig tvífara í Svíþjóð og Rússlandi.
Þá vísar glansritið í orð unnustu Ágústar, Andreu Björnsdóttur, sem einnig er grafískur hönnuður og birtir opinbera stöðuuppfærslu hennar af Facebook, þar sem Andrea segist meðal annars merkja aukinn fjölda ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu á því hversu unnusti hennar sé eftirsóttur:
Ég finn aðallega fyrir fjölgun ferðamanna, með fjölgun mynda sem ég er beðin um að taka af þeim með unnusta mínum, DiCaprio. Soldið líkir, ekki satt?
Posted by Andrea Björnsdóttir on Sunday, April 26, 2015
Umfjöllun GQ má lesa í heild HÉR