Alan Rickman, sem þekktastur varð fyrir hlutverk sitt sem Professor Severus Snape, er látinn. Hann var 69 ára að aldri og banamein hans var krabbamein.
Leikarinn góðkunni fór með fjölmörg hlutverk sem endurspeglaði togstreituna milli góðs og ills en ekki síður fyrir sterka rödd sína og magnaða leiklistarhæfileika. Rickman sló fyrst í gegn sem Hans Gruber í Die Hard, George fógeti í Nottingham í myndinni Robin Hood og loks fyrir titilhlutverk sitt í kvikmyndinni Rasputin, sem skilaði honum sínum fyrstu og einu Golden Globes verðlaunum.
Verk Rickman lifa þó áfram og þannig leikstýrði hann og lék í Loðvík fimmtánda í stórmyndinni A Little Chaos á síðasta ári og mun einnig koma fram í tveimur myndum á þessu ári; drónatryllingum Eye in the Sky sem verður frumsýnd þann 11 mars og Lísa í Undralandi sem frumsýnd verður 27 maí.
Hér má sjá magnaða samantekt syrgjandi aðdáenda sem sýnir Professor Snape í Harry Potter: