Fátt er leiðinlegra en að berjast við frostbólgna framrúðu snemma morguns, meðan vetur konungur bítur kaldar kinnar. Þá reyna einhverjir að ræsa bílinn og setja miðstöðina í gang og einhverjir (þar á meðal undirrituð, með vægast sagt ömurlegum árangri) láta meira að segja á mátt rúðupiss reyna.
Hér er þó komið óbrigðult ráð til að þýða ísinn af bílrúðunni á augabragði; allt sem til þarf er vatn og spritt sem í ákveðnum hlutföllum, er látið á spreybrúsa og viti menn (og konur) – frostið hreinlega rennur af rúðunni á augabragði!
Hugmyndasmiðurinn að baki þessu fáránlega nytsama húsráði er jarðfræðingur að mennt og heitir Ken Weathers en í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig hann ber sig að:
Clearing frost solutionAn EASY way to clear frost off your windshield if you have to park outside at night!
Posted by WATE Ken Weathers on Tuesday, January 5, 2016