Indverskt læknateymi stóð forviða frammi fyrir orsök þrálátra magaverkja drengs á táningsaldri og undrun snerist fljótlega upp í hrylling, þegar í ljós kom að drengurinn gekk með vanskapaðan tvíbura sinn í maganum.
Narendra Kumar, sem er 18 ára gamall, var fluttur í hasti á Swaropp spítalann í indverska bænum Uttar Pradesh, sem er staðsettur í norðurhluta Indlands sökum þrálátra magaverkja sem ullu þrálátu þyngdartapi, krónískum uppköstum og gífurlegum sársauka. Í fyrstu var ekki vitað hvað olli verkjunum, en eftir talsverðar rannsóknir leiddi sneiðmyndataka og röntgenmyndir í ljós að drengurinn gekk með æxli í maganum, sem var 20 cm í þvermál og vó 2.5 kíló að þyngd.
Æxlið reyndist vera fósturvísir að vansköpuðum tvíburabróður Narendra og samanstóð af beinmassa, talsverðum hárvexti og risavöxnum tönnum, sem höfðu þroskast afbrigðilega í maga unga mannsins.
Um gífurlega sjaldgæft heilkenni er að ræða sem í læknisfræðinni nefnist fetus in fetu og, en slíkt gerist þegar eitt fóstur gleypir systkini sitt meðan á meðgöngu stendur. Sá tvíburinn sem er gleyptur af hinum, nærist á þeim næringarefnum sem hýsillinn veitir, en afmyndaða fóstrið hreiðrar venjulega um sig í maga hýsilsins, þó einnig séu dæmi þess að slíkir tvíburar hafi vaxið í höfuðkúpu systkina sinna og jafnvel í náranum.
Í viðtali við Daily Mail sagði Dr. Rajeev Sing, sem framkvæmdi aðgerðina:
Magi unga mannsins blés út en enginn áttaði sig á alvarleika stöðunnar svo árum skipti þar sem foreldrar hans gerðu sér enga grein fyrir því hvers kyns var og læknum var gert ókleift að greina vandann fyrr en í óefni var komið.
Þá staðfesti læknirinn að lífsmark hefði verið með tvíbura drengsins:
Tæknilega séð var fóstrið enn á lífi og óx í maga bróður síns, þar sem hann er sjálfur heill heilsu og gat séð tvíbura sínum fyrir nauðsynlegum næringarefnum.
Að lokum sagði læknirinn aðgerðina sjálfa hafa tekið heila þrjá klukkutíma en að Narendra væri við góða heilsu:
Við fjarlægðum það sem mætti kalla vanskapaðs fósturs sem tæknilega var enn á lífi. Fóstrið var þakið hári, var með gífurlega langar tennur og illa þróað höfuð, vísi að bringu og hrygg en líkamsmassinn sjálfur samanstóð af gulum vökva sem líktist legvökva þeim sem myndast í líknarbelgnum.
/ Daily Mail greindi frá