Upplýst símahulstur sem varpa fallegu ljósi á andlit eru það nýjasta í tískuheiminum, en það er enginn annar en Ty Hunter, stílisti sjálfrar Beyoncé sem hannaði vöruna sem nú er fáanleg á almennum markaði.
Símahulstrið, sem ber nafnið Ty-Lite er sem stendur einungis fáanleg fyrir iPhone 6 PLUS farsíma, en iPhone 5S og Galaxy 6S útgáfurnar fylgja fast á hæla frumútgáfunni nú í janúar.
Um einfalt hulstur, eða ljósaramma með LED lýsingu er að ræða og er hægt að velja um þrjár mismunandi stillingar, sem öllum er ætlað að gera notandanum kleift að taka hina fullkomnu sjálfsmynd … sem svo er hægt að deila á Instagram.
Sjálfur sagði Ty í viðtali við Glamour að hugmyndin hefði sprottið þar sem hann væri tæki ófáar sjálfsmyndir og væri í stöðugu basli með lýsinguna. Þannig hefði hann fengið hugmyndina í miðju Skype samtali við vin þegar upp fyrir honum rann að ekki bara var lýsingin hræðileg, heldur leit hann alls ekki nógu vel út á skjá:
Ég er sjálfur algjör selfie-kóngur og er alltaf í basli með lýsinguna. Lýsingin er svo mikilvæg ef þú ætlar að ná góðri sjálfsmynd og líta vel út.
Þá bætti Ty því einnig við að ljósaramminn gerði notendum kleift að taka betri myndir og deila á samskiptamiðlum án þess að notast við myndvinnsluforrit.
Áhugasamir geta kynnt sér vöruna betur HÉR en LED símahulstrið býður upp á þrjár gerðir af lýsingu, (heita, kalda og frábæra) en eigið hleðslutæki fylgir með símahulstrinu, sem kostar litla 80 dollara utan sendingarkostnaðar – eða 10.400 íslenskar krónur utan sendingarkostnaðar.