KVENNABLAÐIÐ

Þau hrepptu gyllta hnöttinn á Golden Globes verðlaunaafhendingunni í nótt

Golden Globes verðlaunaafhendingin fór fram í 73 sinn með pompi og prakt í nótt sem leið að íslenskum tíma, en ekkert var til sparað. Jim Carrey státaði meðal annars af því að vera tvöfaldur verðlaunahafi og sagðist ekki unna sér hvíldar fyrr en hann ynni að þriðja sinni og uppskar skellihlátur áhorfenda úr sal fyrir vikið.

Golden-Globes-2016-Show-Leonardo-Dicaprio-Billboard-1000
Besti leikari í aðalhlutverki: Leonardo DiCaprio

Amy Schumer, sem tilnefnd var til verðlauna vann til sögulegra sætta við Jennifer Lawrence, sem hreppti gyllta hnöttinn fyrir frammistöðu sína í gamanmyndinni Joy, en báðar voru þær tilnefndar til verðlauna í sama efnisflokki og sjálfur Sylvester Stallone þakkaði ímynduðum vini sínum, Rocky Balboa, fyrir samfylgdina gegnum árin, þegar hann þáði viðurkenningu sem besti aukaleikari á hvíta tjaldinu.

tom-ford-lady-gaga-golden-globes-2016-billboard-1000
Lady GaGa hreppti gyllta hnöttinn fyrir American Horror Story

Lady Gaga brotnaði niður á sviði, en hún hreppti verðlaun fyrir leik sinn í hryllingsþáttaröðinni American Horror Story en þetta mun í fyrsta sinn sem Lady Gaga er tilnefnd til verðlauna og fór hún með sigur úr býtum. Söngkonan var einnig hluti af kynningaratriðum hátíðarinnar og steig hún meðal annars á svið með hátískuhönnuðinum Tom Ford, en svo yfirbuguð af þakklæti var söngkonan að hún kom vart upp orði þegar úrslitin lágu ljós fyrir. 

Golden-Globes-2016-Show-Amy-Schumer-Jennifer-Lawrence-Billboard-1000
Jennifer Lawrence og Amy Schumer sættust á sviði

Þá er fátt eitt upptalið, en hér fer heildarlisti vinningshafa Golden Globes verðlaunahátíðarinnar sem haldin var vestanhafs í 73 sinn nú í nótt að íslenskum tíma:

Besta leikkona í aukahlutverki í kvikmynd: Kate Winslet, Steve Jobs

Besta leikkona í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd: Maura Tierney, The Affair

Besta leikkona í sjónvarpsþáttaröð, söngleik eða gamanmynd: Rachel Bloom, Crazy Ex-Girlfriend

Besta sjónvarpsþáttaröðin, söngleikurinn eða gamanþáttaröð: Mozart in the Jungle

Golden-Globes-2016-Show-Sam-Smith-Award-Billboard-1000
Jimmy Napes og Sam Smith hlutu verðlaun fyrir titillag Spectre

Besta smáþáttasería gerð fyrir sjónvarp eða sjónvarpsmynd: Wolf Hall

Besti leikari í smáþáttaseríu eða sjónvarpsmynd: Oscar Isaac, Show Me a Hero

Besti leikari í aukahlutverki í sjónvarpsþáttaröð eða sjónvarpsmynd: Christian Slater, Mr. Robot

Besta frumsamda tónverkið fyrir kvikmynd: Ennio Morricone, The Hateful Eight

Jennifer Lopez var stórglæsileg á rauða dreglinum
Jennifer Lopez var stórglæsileg á rauða dreglinum

Besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir sjónvarpsþáttaröð – drama: Jon Hamm, Mad Men

Besti leikari í kvikmynd, gamanmynd eða söngleik: Matt Damon, The Martian

Besta tölvugerða myndin: Inside Out

Besti aukaleikari í kvikmynd: Sylvester Stallone, Creed

Kate Winslet var valin besta aukalekkonan
Kate Winslet var valin besta kvikmyndaleikkona í aukahlutverki

Besta handritið: Aaron Sorkin, Steve Jobs

Besti leikari í sjónvarpsþáttaröð, söngleik eða gamanmynd: Gael García Bernal, Mozart in the Jungle

Besta erlenda kvikmyndin: Son of Saul, Hungary

Besta leikkonan í smáþáttaseríu eða sjónvarpsmynd: Lady Gaga, American Horror Story: Hotel

Besta frumsamda lagið fyrir kvikmynd: Writing’s On the Wall, – Tónlist og texti eftir þá Sam Smith og Jimmy Napes, kvikmyndin Spectre

Golden-Globes-2016-Show-Quentin-Tarrantino-Billboard-1000
Tarantino þáði hnöttinn fyrir hönd Ennio Morricone

Besta sjónvarpsþáttaröðin, – drama: Mr. Robot

Cecil B. Demille verðlaunin: Denzel Washington

Besti leikstjórinn, kvikmynd: Alejandro G. Iñárritu, The Revenant

Besta leikkonan í sjónvarpsþáttaröð – drama: Taraji P. Henson, Empire

Jennifer Lawrence
Jennifer Lawrence var valin besta gamanleikkonan

Besta leikkonan í kvikmynd, söngleik eða gamanmynd: Jennifer Lawrence, Joy

Besta kvikmyndin, söngleikur eða gamanmynd: The Martian

Besta kvikmyndaleikkonan í aðalhlutverki, – drama: Brie Larson, Room

Besti kvikmyndaleikari í aðalhlutverki- drama: Leonardo DiCaprio,The Revenant

Besta kvikmyndin – drama: The Revenant

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!